Skólinn er hugsaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16-35 ára sem sitja í stjórnum félagasamtaka, sjálfboða- liða og aðra áhugasama. Færri komast að en vilja, því verða þátt- takendur valdir þannig að þeir endurspegli sem flest aðildarfélög LUF sem og út frá aldri, búsetu, kynjahlutfalli, áhuga á mannréttindum, vilja til að læra og stöðu til að miðla þekkingunni áfram.

Þeir þátttakendur sem komast inn í skólann skuldbinda sig til þess að vernda og efla mannréttindi í verki innan sinna félaga. Litið verður á leiðtogahlutverk og/eða reynslu af ungmenna- og hagsmunastarfi sem kost.

Skólinn er meðlimum aðildarfélaga LUF að kostnaðarlausu. Meðlimir sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins eiga kost á að sækja um niðurgreiðslu á ferðakostnaði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst.

Skráningu er lokið.