Senda inn umsókn

Senda inn umsókn

Umsóknarfrestur er til og með 6. október

Opið er fyrir umsóknir í Leiðtogaskóla Íslands 2019

Leiðtogaskóli Íslands (LSÍ) hefur það að markmiði að efla leiðtogahæfni og valdefla ungt fólk í félagasamtökum. Skólinn er hugsaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16-35 ára sem sitja í stjórnum félagasamtaka, sjálfboðaliða og aðra áhugasama félagsmenn. Skólinn fer fram helgarnar 12. – 13. & 19. – 20. október. Smelltu hér til að skoða drög að stundatöflu LSÍ 2019.

Þau námskeið sem skólinn mun bjóða upp á í ár eru m.a.: Leiðtogafræði, Hópeflisstjórnun, Stjórnarseta, Fundarstjórnun, Hagsmunagæsla, Mannréttindi, Heimsmarkmiðin, Fyrirmyndar félagasamtök, Stefnumótun, Verkefna- og viðburðastjórnun. Fjármögnun & samningatækni, Ræðumennska, Framkoma & framsaga og Sjálfsstyrking. Smelltu hér til þess að lesa námskeiðslýsingar.

Færri komast að en vilja, því verða þátttakendur valdir þannig að þeir endurspegli sem flest aðildarfélög LUF sem og út frá aldri, kynjahlutfalli, áhuga, vilja til að læra og stöðu til að miðla þekkingunni áfram. Litið verður á leiðtogahlutverk og/eða reynslu af ungmenna- og hagsmunastarfi sem kost.

Þeir þátttakendur sem komast inn í skólann skuldbinda sig til þess að vinna að innleiðingu Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í ungmennastarf í samræmi við lið 2.3. um sjálfbæra þróun í stefnu LUF.

Skólinn er meðlimum aðildarfélaga LUF að kostnaðarlausu.