Sæki...
Forsíða 2018-05-30T09:33:10+00:00

Regnhlífasamtök ungmennafélaga á Íslandi

Ungt fólk í þágu ungs fólks

LANDSSAMBAND UNGMENNAFÉLAGA

Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök fyrir félög ungs fólks á Íslandi og því tilheyra 30 aðildarfélög. LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt þeim. Aðildarfélög LUF eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisleg, frjáls félagasamtök, sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum, talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi og hefur upplýsingaskyldu að gegna gangvart aðildarfélögunum sínum auk þess að þjónusta þau á margvíslegan hátt. 

LYKILVERKEFNI FÉLAGSINS

LUF hefur það að markmiði að vernda og efla réttindi ungs fólks, valdefla ungt fólk í samfélaginu og hvetja til virkrar samfélagsþátttöku þeirra, efla samstarf ungmennafélaga og stuðla að umræðu og þekkingarsköpun um málaflokkinn.

  • Samráðsvettvangur – LUF eflir samstarf á milli félaga ungs fólks á Íslandi

  • Leiðtogaþjálfun – LUF starfrækir Leiðtogaskóla Íslands

  • Alþjóðastarf – LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum

LUF er með samning við Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggir rekstur skrifstofu.

STEFNA LUF

Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur verulegar áhyggjur af samfélagsþátttöku ungs fólks á Íslandi, skorti á upplýsingum um þá þátttöku og andvaraleysi stjórnvalda í þeim málaflokki. Upplýsingar um kosningaþátttöku voru teknar saman í fyrsta skipti eftir kosningarnar 2014 og kosningaþátttaka ungs fólks var þar sérstaklega slæm; aðeins 45% 18-19 ára ungmenna greiddu atkvæði og 42% ungs fólks á aldursbilinu 20-24.  Samkvæmt rannsóknum fer kosningaþátttaka ungs fólks minnkandi og LUF telur að gefa þurfi því sérstakan gaum og grípa í taumana til að snúa þeirri þróun við. LUF sér lýðræði ekki einungs sem tegund af stjórnkerfi heldur er það lífssýn sem fólk verður að tileinka sér. Heilbrigt og sterkt lýðræði byggir á samræðu þar sem umræða getur fengið fólk til að skipta um skoðun og eytt fordómum.

LUF telur að lækka skuli kosningaaldur niður í 16 ára. Kosningarétturinn er lykilatriði í öllum/sérhverju lýðræðissamfélagi.  Við 16 ára aldur byrja einstaklingar að greiða tekjuskatt, skólaskyldu lýkur og telur LUF því að ungu fólki sem treyst sé fyrir þeim ákvörðunum og skyldum eigi líka að vera treyst fyrir því að kjósa sína fulltrúa.

LUF hefur verulegar áhyggjur af dvínandi kosningaþátttöku ungs fólks. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem nýta sér kosningaréttinn þegar þeir eru ungir eru líklegri til þess að gera það um alla ævi. Það er því nauðsynlegt að hvetja til aukinnar þátttöku ungs fólks í kosningum og virkja þau til þátttöku í samfélaginu.

Árangur stefnu skal mældur í kosningaþátttöku ungs fólks.

Landssamband ungmennafélaga vill leggja áherslu á valdeflingu ungs fólks og að ungu fólki sé tryggt sæti við borðið þegar kemur að allri ákvörðunartöku, ekki bara þegar kemur að málefnum þeirra.  

Leiðir til að valdefla ungt fólk eru meðal annars:

  • Með því að tryggja þátttöku þeirra í stjórnmálum
  • Með því að leyfa röddum þeirra að heyrast í félagsstarfi
  • Með því að auka forystuhlutverk þeirra á atvinnumarkaði
  • Með því að meta óformlegt nám

LUF vill sjá ungt fólk í auknum mæli á alþingi og í sveitastjórnum landsins. Það hefur sýnt sig að Ísland er langt á eftir öðrum norðurlöndum þegar kemur að því að kjósa ungt fólk í áhrifastöður í samfélaginu s.s. á þjóðþing eða sveitastjórnir.
Það er mikilvægt svo hægt sé að virkja hið lýðræðislega samtal til fulls að allir eigi sæti við borðið, þar með talið ungt fólk.

Þátttaka í félagasamtökum eflir leiðtogahæfni ungs fólks, vinnur gegn félagslegri einangrun og er vettvangur fyrir ungt fólk til að þroska hæfileika sína á ýmsum sviðum.  Það er því nauðsynlegt að ríkið styðji vel við hagsmuna- og félagsstörf ungs fólks, bæði fjárhagslega og félagslega.

Styðja þarf við félagasamtök ungs fólks með hlutlausir útdeilingu styrkja, með því að tryggja rekstur þeirra og með því að styðja við samstarf og samvinnu þeirra á milli.

Nánari útfærslu þessara stefnumála má sjá í stefnuskjali LUF frá Sambandsþingi 2017.

LEIÐTOGASKÓLI

AÐILDARFÉLÖG

Hvað er að frétta?

Fréttir af störfum LUF, greinar um ungt fólk og pistlar eftir félagsfólk

Fáðu fréttir því sem er að gerast í Landssambandi ungs fólks á Íslandi

Póstlisti Landssamband ungmennafélaga