Sylvía Martinsdóttir, fulltrúi Ungra athafnakvenna er nýrkjörin Forseti LUF,en hún hafði betur í kosningu gegn Jessý Jónsdóttur fulltrúa SHÍ.

20. Sambandsþing Landssambands Ungmennafélaga (LUF) fór fram með hátíðlegum hætti í Norðurljósasal Hörpu þann 24. Febrúar.  Yfirskrift þingsins var Völd óskast og  var þingið samtvinnað erindum og málefnastarfi með áherslu á lýðræðisþátttöku og hagsmuni ungs fólks í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Kusu fulltrúar aðildarfélaga nýja stjórn og var Sylvía Martinsdóttir kjörin forseti. Sagði Sylvía meðal annars í framboðsræðu sinni að „Ungt fólk hef­ur verið þaggað niður og þeir sem eldri eru fara með völd­in – okk­ar kyn­slóð hef­ur setið eft­ir í kaup­mátt­ar­aukn­ingu en við fáum enga „leiðrétt­ingu.“ Eng­um dett­ur í hug að gera ráð fyr­ir aðstæðum ungs fólks við stór­ar ákv­arðanir, þar þurf­um við að gæta okk­ar hags­muna sjálf. Þegar sundr­ung virðist vera að aukast í sam­fé­lag­inu okk­ar er mik­il­vægt að ungt fólk standi sam­einað”. 

Auk Sylvíu voru kjörin í stjórn Eva Brá Önnudóttir, fulltrúi JCI ÍSland, varaforseti, Gunnar Ásgrímsson, fulltrúi Sambands ungra Framsóknarmanna ritari, Starri Reynisson, fulltrúi Ungra Evrópusinna gjaldkeri og Geir Zoega, fulltrúi Ung Norræn, alþjóðafulltrúi. Auk þeirra voru tveir meðstjórnendur kjörnir, Franklín Ernir Kristjánsson, frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna og Valgerður Eyja Eyþórsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Rebekka Karlsdóttir, fulltrúi Ungra Umhverfissinna og Sara Þöll Finnbogadóttir, fulltrúi Sambands íslenskra stúdenta erlendis eru varamenn í stjórn.

Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, nýr ungmennafulltrúi á sviði mannréttinda.

Á þinginu fóru fram kröftugar umræður um lagabreytingar og ályktanir auk kjörs ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði mannréttinda. Var Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir , Fulltrúi Sambands íslenskra nema erlendis kjörin í embættið. Þá hlutu tvö félög aðild að LUF, annars vegar hlaut félagið Skjöldur fulla aðild og Landssamband Íslenskra Stúdenta (LÍS) áheyrnaraðild hins vegar. Meðal ályktana sem samþykktar voru á þinginu var  ályktun vegna áforma um setningu nýrra laga í stað æskulýðslaga og ályktun um sýndarsamráð.

Forseti Alþingis og verndari LUF, Birgir Ármansson ávarpar sambandsþingið.

Birgir Ármannsson, Forseti Alþingis ávarpaði þingið við þingsetningu og tók formlega við sem verndari Landssambands ungmennafélaga. Í ræðu sinni boðaði Birgir aukið samstarf milli þingheims og sambandsins og fór yfir mikilvægi þátttöku ungmenna í starfi frjálsra félagasamtaka. Auk Birgis flutti Dr. Jan Eichhorn, dósent í við Háskólan í Edinborg erindi um lækkun kosningaaldur en Jan hefur þróað raunvísindalega innsýn á stjórnmálaskoðanir og hegðun 16 og 17 ára ungmenna við veitingu kosningarétt. Í erindi sínu fór Jan yfir hvað gerist þegar ungmenni fá kosningarétt 16 ára, áhrif þess á viðhorf þeirra og samfélagsins í heild og aukinnar lýðræðisþátttöku.

Ársskýrsla árins 2023 er aðgengileg hér.