Skrifstofa Landssambands ungmennafélaga (LUF) hefur flutt í húsnæði Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) að Sigtún 42, 105 Reykjavík.

Húsnæði ÖBÍ hefur nýlega verið tekið í gegn og er aðstaða þar með besta móti. Skrifstofa ÖBÍ er á 2. hæð hússins en á jarðhæð eru réttindamiðuð félög og félagasamtök í hagsmuna- og mannréttindabaráttu.

Meðal félaga sem einnig eru í húsinu eru fjölmörg aðildarfélög ÖBÍ ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og UN Women á Íslandi.