LUF hvetur aðildarfélög sín til þess að sækja um styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna áhrifa COVID-19. Um er að ræða sértæka aðgerð til að styðja við ungmennastarf sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana COVID-19 frá 1. júní sl.  

Athugið að umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2021. 

Skilyrði fyrir styrkveitingu er tekjutap þar sem hætt hefur verið við viðburði eða félög sem hafa þurft að skerða starfsemi vegna samkomubanns. Sýna þarf fram á að tekjutapið hafi haft veruleg neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Með því er einnig átt við félög með uppsöfnuð verkefni á bið svo unnt sé að tryggja áframhaldandi rekstur. Markmiðið með styrkveitingunni er ekki síst að styðja við félögin og starfsemi þeirra þegar hefðbundin starfsemi hefst að nýju og til þess takast á við þær áskoranir sem eru framundan. 

Sótt er um á vefsíðu stjórnarráðsins. Ársreikningar 2018 og 2019 þurfa að fylgja ásamt fjárhagsáætlun 2020.

Ekki hika við að hafa samband við skrifstofu LUF og óska eftir ráðgjöf með því að senda tölvupóst á youth@youth.is.