LUF vekur athygli á fjárfestingarátaki Mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir félög sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni.

Til úthlutunar úr sjóðnum eru alls 50 milljónir króna og umsóknarfrestur er til og með 13. júlí.

Átaksverkefnið styður við fjölbreytta starfsemi á sviði æskulýðsmála með áherslu á ný verkefni og styður jafnframt við bakið á þeim félögum sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna COVID-19.

LUF hvetur aðildarfélög til að kynna sér kröfur um styrktarumsókn á vefsíðu stjórnarráðsins.

Ef spurningar vakna, ekki hika við að sækja ráðgjöf hjá LUF með því að senda tölvupóst á youth@youth.is .

Leiðbeiningar í Verkfærakistu ungmennafélaga