Inga Huld kjörin ungmennafulltrúi hjá SÞ á sviði barna og ungmenna
LUF2022-04-07T13:59:59+00:00Inga Huld Ármann, fulltrúi SHÍ, var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á sviði barna og ungmenna á fyrsta fundi Leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga (LUF). Fundurinn fór fram í Hinu húsinu í gær, 6. apríl. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, fulltrúi UJ, hlaut næst flest atkvæði og mun hún því starfa sem varafulltrúi. Inga Huld Ármann, ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði barna og ungmenna „Við erum einnig nútíðin“ Inga Huld býr yfir reynslu af réttindabaráttu barna, en hún hefur m.a. setið í ráðgjafahóp umboðsmanns barna þar sem hún kynnist vel helstu áherslum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðlaðist þekkingu á málaflokknum í [...]