Ungmennaþing í tilefni 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna (e. UN75 Virtual Youth Plenary) fer fram í gegnum netið, 9. september, frá kl. 14:00 – 17:00 á íslenskum tíma. Þetta er einstakt tækifæri fyrir ungt fólk til að taka þátt í starfi Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) og koma sjónarmiðum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi. LUF hvetur félagsmenn aðildafélaga sinna eindregið til þátttöku.
Markmið þingsins
Þingið er vettvangur fyrir ungt fólk til að móta hugmyndir að lausnum við framkvæmd á Heimsmarkmiðunum. Þingið er framlag SÞ til að koma sjónarmiðum ungs fólks á framfæri í mótun verkefnisins: Áratugur aðgerða (e. Decade of Actions.)
Á fundinum verður lagt áherslu á sjö málaflokka og umræður verða skapaðar um UN@75. Í tilefni af 75 ára afmæli SÞ hefur stofnunin ákveðið að leita til ungs fólks um allan heim og spyrja hvaða áherslur það vilji sjá í framtíðinni. Jafnframt verður rætt um þann lærdóm sem hægt er að draga af Covid-19 heimsfaraldrinum.
Þáttakendur geta bæði tekið þátt í umræðum í gegnum fjarfundarbúnað og komið sjónarmiðum sínum á framfæri í skriflegum athugasemdum inni á spjalli viðburðarins.
Hvernig tek ég þátt?
Það er einfalt. Farið er inn á vefsíðu viðburðarins sem hefst þar á morgun klukkan 14:00 á íslenskum tíma. Athugið að ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Dagskrá fundarins ásamt helstu upplýsingam má nálgast hér.
Auk þess er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi á UN Web TV platform.
Sendinefnd LUF
Sendinefndir ungmennafulltrúa um allan heim munu taka þátt í þinginu. Ungmennafulltrúar Íslands hjá SÞ mynda Sendinefnd LUF sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá SÞ. Hún starfar sem vinnuhópur, ráðgjafaráð, upplýsingaveita og brú á milli LUF, Félags SÞ á Íslandi og sendandi ráðuneyta. Sendinefndina skipa ungmennafulltrúarnir:
- Ester Hallsdóttir: Svið mannréttinda í samstarfi við utanríkisráðuneytið.
- Aðalbjörg Egilsdótti: Svið loftslagsmála í samstarfi við umhverfis- og auðlindaáðnuneytið.
- Tinna Hallgrímsdóttir: Svið sjálfbærar þróunar í samstarfi við forsætisráðnuteyið.
Jökull Ingi Þorvaldsson, Ungmennafulltrúi LUF hjá SÞ á sviði barna og ungmenna mun taka virkan þátt á þinginu. Þetta er fyrsta verkefni Jökuls í embættinu, en hann hlaut kjör á 2. leiðtogaráðsfundi LUF, þann 3. september sl. Ungmennafultrúi á sviði barna og ungmenna er styrkt af félagsmálaráðuneytinu.

Jökull Ingi hlaut kjör á 2. leiðtogaráðsfundi LUF / Mynd: Ari Páll Karlsson
Í tengslum við afmælisviðburðinn hefur Fastanefnd Íslands hjá SÞ í New York og utanríkisráðneytið leitað til LUF og hvetja til víðtækrar þátttöku ungra Íslendinga á þinginu. Hér með svarar LUF kallinu sem málsvari ungs fólks gagnart stjórnvöldum og alþjóðlegum stofnunum.
Stjórn LUF hlakkar til að fylgjast með íslensku fullrúunum verða landi og þjóð til sóma á þinginu.