LUF og LAPAS (Lettnenski þróunarsamvinnuvettvangurinn) standa fyrir tengslanetaviðburði ungs fólks frá Íslandi og Lettlandi.
Viðburðurinn verður rafrænn þriðjudaginn 22. nóvember nk. kl. 17 (á íslenskum tíma). Viðburðurinn er hugsaður fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á málefnum sjálfbærrar þróunar og vill deila reynslu sinni og læra af reynslu annarra.
Í vetur hefur ungt fólk hér á Íslandi og í Lettlandi verið að vinna að ýmsum fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að vekja athygli á málefnum sjálfbærrar þróunar og hverja einstaklinga til að taka virkan þátt í samfélaginu. Á viðburðinum munu þátttakendur deila reynslu af hagsmunastarfi ungs fólks og helstu áskorunum.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig en viðburðurinn er opinn öllum: https://forms.gle/VvbBLBpzSW9DgpcSA