Regnhlífasamtök ungmennafélaga á Íslandi

LUF stendur vörð um hagsmuni ungs fólks

Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífasamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þeim tilheyra 41 aðildarfélög. LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt þeim. Aðildarfélög LUF eiga það sameiginlegt að vera lýðræðisleg, frjáls félagasamtök, sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi.

LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum, talar fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi og hefur upplýsingaskyldu að gegna gangvart aðildarfélögunum sínum auk þess að þjónusta þau á margvíslegan hátt. LUF hefur það að markmiði að vernda og efla réttindi ungs fólks, valdefla ungt fólk í samfélaginu og hvetja til virkrar samfélagsþátttöku þeirra, efla samstarf ungmennafélaga og stuðla að umræðu og þekkingarsköpun um málaflokkinn. LUF er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. European Youth Forum – YFJ).

LUF er með samning við mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir rekstur skrifstofu.

Hafa samband
0
Aðildarfélög
0
Meðlimir
0
útskrifaðir leiðtogar
0
starfsmenn

POPULAR COURSES