Skýrsla á stöðu ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins var unnin sem þáttur í víðtækari rannsókn á rekstrarstöðu ungmennafélaga á Íslandi. Framkvæmd rannsóknarinnar var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var unnin að beiðni aðildarfélaga LUF.

Til þess að auka skilning á stöðunni tók starfsnemi LUF, Ólafur Daði Birgisson, viðtöl við stjórnarmenn nokkurra aðildarfélaga LUF sem eru með virka starfsemi á landsbyggðinni.

Sækja skýrslu á PDF formi

Skýrslan er unnin í samræmi við markmið 17 í framkvæmdaráætlun LUF 2020-2021; „Þarfagreining á starfsemi ungmennafélaga utan höfuðborgarsvæðisins.“ En þar kemur fram að aðildarfélög LUF hafi bent á að félög ungs fólks utan höfuðborgarsvæðisins eigi undir högg að sækja þar sem ýmsar hindranir torveldi starf þeirra. 

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hindranir sem ungt fólk á landsbyggðinni mætir geta komið í veg fyrir að þau geti beitt sér af fullum krafti í hagsmuna- og félagasamtökum ungs fólks. Þá sýndu niðurstöðurnar jafnframt að brýn þörf er á frekari rannsóknum og aðgerðum til að tryggja jafnt aðgengi ungs fólks að starfsemi ungmennafélaga, óháð búsetu.