Í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík stendur Sveitarstjórnarþing ráðsins, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, fyrir viðburði í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Viðburðurinn verður haldinn 15. maí nk. frá kl. 09:00-13:00. Yfirskrift hans er: ”Embedding democratic values at grassroots level”. Meðfylgjandi eru drög að dagskrá og upplýsingar um af hverju er verið að halda þennan viðburð sem og hér. Hann verður öllum opinn en ungt fólk er sérstaklega hvatt til þátttöku.

Sveitarstjórnarþingið (Congress of Local and Regional Authorities) er skipað kjörnum fulltrúum af sveitarstjórnar- og millistjórnsýslustigi í aðildarríkjum Evrópuráðsins og er meginhlutverk þess að styrkja staðbundið lýðræði í aðildarríkjum ráðsins.  Ísland á þrjá á þinginu úr röðum kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum sem eru tilnefndir af stjórn sambandsins. Ísland hefur einnig átt ungmennafulltrúa á þinginu en því miður sótti enginn frá Íslandi um að verða ungmennafulltrúi þetta kjörtímabil. Hér eru nánari uppýsingar um þingið og samantektir um síðustu þing.

Streymt verður af fundinum en hann ekki tekinn upp.

Nánari upplýsingar á vefsíðu þingsins, Congress website, og samfélagsmiðlasíðum þess, Facebook og Twitter sem og á Twitter síðu Evrópuráðsins.