Nýtt hlaðvarp LUF þar sem rætt er við ungt fólk á Íslandi um allt mögulegt, umhverfismál, stjórnmál, fjölmenningu og margt fleira.

1. þáttur:
Ungt fólk í sveitastjórn

Í fyrsta þætti var rætt við ungt fólk í sveitastjórnum þau Bjart Aðalbjörnsson, oddvita Samfylkingarinnar á Vopnafirði og Helgu Dís Jakobsdóttur, oddvita Raddar unga fólksins í Grindavík.

Helga Dís og Bjartur

Helga Dís og Bjartur segja frá sinni reynslu í sveitastjórn af sitthvoru horni landsins en þau hlutu bæði kjör í  árið 2018.
Þá varð Bjartur yngsti kjörni oddviti landsins, 24 ára gamall, en hann er jafnframt varaþingmaður Samfylkingarinnar á alþingi.
Helga Dís er í hópi ungs fólks í Grindavík sem stofnaði framboðið Raddir unga fólksins sem er aðeins skipað ungu fólki og vinnur með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Flokkurinn hlaut stórsigur í seinustu kosningum þar sem hann varð næststærsti flokkurinn í Grindavík.

Þáttinn má finna í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Upphafsstef eftir: Ragúel Hagalínsson og Margeir Haraldsson
Framleiðandi: Landssamband ungmennafélaga, LUF.
Þáttastjórnendur: Heiða Vigdís Sigfúsdóttir og Geir Finnsson.

Hlaðvarpið hlaut styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.